Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 19:31 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira