Fátækum neitað um réttlæti Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. október 2020 09:00 „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun