Er bílastæðavandi í miðbæ Reykjavíkur? Páll Tómas Finnsson skrifar 12. október 2020 13:01 Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Göngugötur Reykjavík Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun