Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 21:37 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. Taka þurfi mið af hvaða áhrif slíkar lokanir hefðu á vellíðan og þroska barna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að lítið sé um smit á milli barna, til að mynda inni í skólum, og segir Valtýr það passa við það sem hann hefur séð. „Það sem er í raun alveg ótrúlegt er að langfæstir sem hafa smitast hafa smitast af barni, sérstaklega ungu barni. Það eru auðvitað þess dæmi en það er í raun með ólíkindum hversu fáir hafa smitast af ungu barni,“ segir Valtýr. „Þannig að það er ekki bara það að þau virðast síður sýkjast og síður veikjast heldur eru þau síður að smita aðra, bæði í barnagæslu, skóla eða á heimilinu.“ Flest barnanna sem hafa smitast einkennalaus Í dag eru 138 börn í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en frá upphafi faraldursins hafa tæplega fjögur hundruð börn smitast af veirunni. Valtýr segir flest barnanna hafa verið fremur einkennalítil. „Flest þeirra fá væg einkenni og það eru hálssærindi, hósti og hiti. Í flestum tilfellum eru þetta skammvinn veikindi, þau eru búin á tveimur til þremur, kannski fjórum dögum. Það er líka býsna stór hópur af þessum krökkum sem eru algerlega einkennalaus, fá aldrei nein einkenni,“ segir Valtýr. Mörg þeirra hafi greinst aðeins vegna þess að þau eru í sambúð með öðrum sem hafi veikst og hafi þess vegna verið skimuð. Aðeins handfylli af krökkum hafi fengið meiri einkenni og verið veik í lengri tíma en þau séu sárafá. Þá hefur ekkert barn lagst inn á spítala vegna Covid-19 en að sögn Valtýs hafa einstaka börn þurft að fara í læknisskoðun á barnaspítalanum en þau hafi öll fengið að fara aftur heim. Einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum Hann segir einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum einstaklingum. „Eftir því sem börnin eru yngri má segja að eru vægari einkenni. En unglingar og þá sérstaklega eldri unglingar, þá að nálgast átján ára aldur, líkjast meira veikindum hjá ungum fullorðnum sem oftast er fremur vægt þó auðvitað geti verið undantekningar af því.“ Hann segir ekkert benda til þess að börn finni fyrir eftirköstum Covid-19 veikinda eins og borið hefur á hjá fullorðnu fólki sem veikst hefur af veirunni. Hann segir þó að ekki hafi verið fylgst sérstaklega með því. „Þegar svona margir veikjast eru alltaf einhverjir sem finna fyrir sleni og þreytu í kjölfar veikindanna og það á ekki bara við um Covid, það á við margar aðrar sýkingar líka. Þannig að það má búast við því að það munu einhver af börnunum finna fyrir slíku. En við höfum ekki nægilegar upplýsingar til að segja fyrir vissu hversu margir það eru og hversu langdregið það verður,“ segir Valtýr. Börn sem fá meiri einkenni fái frekar eftirköst Hann segir upplýsingar um langvinn eftirköst meðal barna eftir Covid-veikindi litlar erlendis frá en þó einhverjar. Þá séu það helst unglingar sem finni fyrir slíkum einkennum. „Þetta virðist haldast svolítið í hendur við þá sem fá frekar mikil einkenni, þeir virðast vera líklegri til að glíma við einhver eftirköst í kjölfarið,“ segir hann. Fjöldi fullorðinna einstaklinga sem ekki veiktust alvarlega af Covid, eða fundu fyrir litlum einkennum, hafa glímt við eftirköst veikindanna, þar á meðal mikla þreytu og mæði. „Það er ofsalega erfitt að tengja beint saman þegar svona óljós einkenni eru, þá erum við að tala um þreytu og slappleika sem eftirköst af einhverjum veikindum, það er svo margt sem getur skýrt það,“ segir Valtýr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. 12. október 2020 11:20 „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. Taka þurfi mið af hvaða áhrif slíkar lokanir hefðu á vellíðan og þroska barna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að lítið sé um smit á milli barna, til að mynda inni í skólum, og segir Valtýr það passa við það sem hann hefur séð. „Það sem er í raun alveg ótrúlegt er að langfæstir sem hafa smitast hafa smitast af barni, sérstaklega ungu barni. Það eru auðvitað þess dæmi en það er í raun með ólíkindum hversu fáir hafa smitast af ungu barni,“ segir Valtýr. „Þannig að það er ekki bara það að þau virðast síður sýkjast og síður veikjast heldur eru þau síður að smita aðra, bæði í barnagæslu, skóla eða á heimilinu.“ Flest barnanna sem hafa smitast einkennalaus Í dag eru 138 börn í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en frá upphafi faraldursins hafa tæplega fjögur hundruð börn smitast af veirunni. Valtýr segir flest barnanna hafa verið fremur einkennalítil. „Flest þeirra fá væg einkenni og það eru hálssærindi, hósti og hiti. Í flestum tilfellum eru þetta skammvinn veikindi, þau eru búin á tveimur til þremur, kannski fjórum dögum. Það er líka býsna stór hópur af þessum krökkum sem eru algerlega einkennalaus, fá aldrei nein einkenni,“ segir Valtýr. Mörg þeirra hafi greinst aðeins vegna þess að þau eru í sambúð með öðrum sem hafi veikst og hafi þess vegna verið skimuð. Aðeins handfylli af krökkum hafi fengið meiri einkenni og verið veik í lengri tíma en þau séu sárafá. Þá hefur ekkert barn lagst inn á spítala vegna Covid-19 en að sögn Valtýs hafa einstaka börn þurft að fara í læknisskoðun á barnaspítalanum en þau hafi öll fengið að fara aftur heim. Einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum Hann segir einkenni barna mun vægari en hjá fullorðnum einstaklingum. „Eftir því sem börnin eru yngri má segja að eru vægari einkenni. En unglingar og þá sérstaklega eldri unglingar, þá að nálgast átján ára aldur, líkjast meira veikindum hjá ungum fullorðnum sem oftast er fremur vægt þó auðvitað geti verið undantekningar af því.“ Hann segir ekkert benda til þess að börn finni fyrir eftirköstum Covid-19 veikinda eins og borið hefur á hjá fullorðnu fólki sem veikst hefur af veirunni. Hann segir þó að ekki hafi verið fylgst sérstaklega með því. „Þegar svona margir veikjast eru alltaf einhverjir sem finna fyrir sleni og þreytu í kjölfar veikindanna og það á ekki bara við um Covid, það á við margar aðrar sýkingar líka. Þannig að það má búast við því að það munu einhver af börnunum finna fyrir slíku. En við höfum ekki nægilegar upplýsingar til að segja fyrir vissu hversu margir það eru og hversu langdregið það verður,“ segir Valtýr. Börn sem fá meiri einkenni fái frekar eftirköst Hann segir upplýsingar um langvinn eftirköst meðal barna eftir Covid-veikindi litlar erlendis frá en þó einhverjar. Þá séu það helst unglingar sem finni fyrir slíkum einkennum. „Þetta virðist haldast svolítið í hendur við þá sem fá frekar mikil einkenni, þeir virðast vera líklegri til að glíma við einhver eftirköst í kjölfarið,“ segir hann. Fjöldi fullorðinna einstaklinga sem ekki veiktust alvarlega af Covid, eða fundu fyrir litlum einkennum, hafa glímt við eftirköst veikindanna, þar á meðal mikla þreytu og mæði. „Það er ofsalega erfitt að tengja beint saman þegar svona óljós einkenni eru, þá erum við að tala um þreytu og slappleika sem eftirköst af einhverjum veikindum, það er svo margt sem getur skýrt það,“ segir Valtýr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. 12. október 2020 11:20 „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Sjá meira
Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57
Þórólfur segir börn ekki sýkjast frekar nú Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn og ungmenni séu að sýkjast nú en áður. 12. október 2020 11:20
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent