Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 11:31 Máni Pétursson hefur starfað í fjölmiðlum í yfir tuttugu ár. Hann hefur verið edrú í 24 ár og var kominn í algjört andlegt þrot á sínum tíma. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira. Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira.
Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Sjá meira