Hefjast handa við nýja áletrun á næsta vegg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 16:15 Tekið til hendinni. Vísir/Vilhelm Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17
Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18