Ein stærsta stjarna NFL deildarinnar sagðist hafa spilað eins og kona í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:02 Russell Wilson með konu sinni Ciöru en þau eru dugleg að aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda í samfélagi þeirra í Seattle. Getty Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það. NFL NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það.
NFL NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira