Leikskóladeildinni Árholti á Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Allt starfsfólk leikskóladeildarinnar og börn eru farin í varúðarsóttkví vegna smitsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Þar segir jafnframt að nú sé beðið frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum.
Í Árholti hafa verð 17 börn og 7 starfsmenn en deildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum. Þrettán eru með virkt kórónuveirusmit á Norðurlandi eystra og 78 í sóttkví, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is.
Fréttin hefur verið uppfærð.