Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. október 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ómögulegt að segja til um hvenær þriðja bylgja faraldursins gangi yfir. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“