Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 07:49 Þorgrímur Þráinsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson eftir leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í fyrra. vísir/vilhelm Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16