Dæmi um að fólk í sóttkví komi inn á endurvinnslustöðvar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 07:54 Endurvinnslustöð SORPU við Breiðhellu í Hafnarfirði. SORPA SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira