Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Dagskráin hefst vel fyrir hádegi og stendur langt fram á kvöld.
Stöð 2 Sport 2
Við hefjum leik skömmu eftir hádegi á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 12.50 hefst útsending fyrir stórleik Atalanta og Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni. Napoli mætti auðvitað ekki til leiks gegn Juventus fyrir landsleikjahlé þar sem heilbrigðisyfirvöld þar á bæ bönnuðu það. Nú eru þeir á heimavelli og því má reikna með hörkuleik.
Klukkan 15.50 er svo leikurinn með stóru L. Inter Milan fær þá AC Milan í heimsókn. Síðarnefnda liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan lærisveinar Antonio Conte í Inter hafa gert eitt jafnteflið og unnið tvo í fyrstu þremur leikjum sínum. Það er ljóst að það verður barist til síðasta blóðdropa í Mílanó-borg í dag.
Svo fullkomnum við ítölsku þrennuna með leik Crotone og Juventus í beinni útsendingu klukkan 18.45.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Djurgården og Linköping í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu klukkan 13.00. Landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrúna Arnardóttir leika báðar með Djurgården. Liðið hefur ekki farið nægilega vel af stað og þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag.
Klukkan 16.00 er eikur Sampdoria og Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í beinni útsendingu. og að lokum er leikur Iberostar Tenerife og Club Joventut Badalona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í beinni útsendingu klukkan 18.45.
Stöð 2 Sport 4
Það er blásið til spænskrar veislu á Stöð 2 Sport 4 í dag. Við hefjum leik klukkan 10.50 með leik Granda og Sevilla. Klukkan 13.50 er komið að Celta Vigo og Atletico Madrid. Cadíz heimsækir Real Madrid klukkan 16.20 og Getafe fær Barcelona í heimsókn í lokaleik dagsins klukkan 18.50.
Allt að sjálfsögðu í beinni útsendingu.
Golfstöðin
Frá 12.00 til 16.35 er bein útsending frá Opna skoska meistaramótinu í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.