Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba er nú samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United til ársins 2022. Samningur hans átti að renna út næsta sumar en félagið nýtti sér ákvæði í samningi hans sem gerði þeim kleift að framlengja hann um eitt ár.
Hinn 27 ára gamli Pogba daðraði við Spánarmeistara Real Madrid nýverið en er nú samningsbundinn Man United til sumarsins 2022.
Ákvörðun enska félagsins var tekin áður en Pogba opinberaði að eflaust langaði öllum leikmönnum í heimi að spila fyrir Real Madrid. Pogba hefur verið í herbúðum United síðan félagið keypti hann frá Ítalíumeisturum Juventus á 89 milljónir punda árið 2016.
It's understood Man Utd's decision to trigger Paul Pogba's contract extension was taken before he spoke about his "dream" of playing for Real Madrid https://t.co/JSyKxypJyX #mufc pic.twitter.com/HMhubcp0WA
— BBC Sport (@BBCSport) October 16, 2020
Frakkinn var í miklum meiðsla vandræðum á síðustu leiktíð og komst raunar ekki á almennilegt skrið fyrr en eftir Covid-pásuna svokölluðu.
Pogba fékk svo sjálfur kórónuveiruna í því stutta sumarfríi sem leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fengu. Hann var hefur samt sem áður byrjað alla þrjá leiki Man Utd á núverandi leiktíð og fékk sinn skerf af gagnrýni eftir hörmungar frammistöðu gegn Tottenham Hotspur í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.