Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 20:20 Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar í úthverfinu norðvestur af París. AP/Michel Euler Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa. Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa.
Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34
Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03
Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32