Fjórir mikilvægir leikir í fjórðu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 08:01 AC Milan og Inter Milan mætast í dag. Marco Canoniero/Getty Images Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira