Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 10:25 Hér má sjá tæklingu Pickford á Van Dijk sem leiddi til þess að sá síðarnefndi þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Laurence Griffiths/Getty Images Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni [VAR] heldur áfram að valda knattspyrnufólki sem og stuðningsfólki miklum vonbrigðum. Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með dómgæsluna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í gær og hafa beðið ensku úrvalsdeildina um að skoða málið betur. Markvörður Everton, Jordan Pickford, tæklaði hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk illa innan teigs og þurfti sá hollenski að fara meiddur af velli. Pickford hlaut enga refsingu þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda sóknarinnar. Þetta var í upphafi leiks en það var svo undir lok leiksins sem Jordan Henderson hélt hann hefði tryggt Liverpool sigurinn. Liverpool are understood to have asked the Premier League to investigate the application of VAR in two controversial decisions during their 2-2 draw at Everton on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 17, 2020 Skoraði fyrirliðinn það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark og staðan orðin 3-2 Liverpool í vil. Allt kom fyrir ekki og var olnbogi, eða hluti af honum, Sadio Mané fyrir innan í aðdraganda marksins og því rangstaða dæmd. Ekkert mark og lokatölur 2-2 á Goodison Park. Liverpool hefur nú beðið forráðamenn úrvalsdeildarinnar um að skoða hvernig VAR var notað í leiknum. Sky Sports greinir frá. Liverpool vill fá að vita af hverju atvikið þar sem Pickford fer á fleygiferð í fætur Van Dijk var ekki skoðað betur. Félagið vill einnig útskýringu á því hvernig Mané var rangstæður. Þá hefur verið sett spurningamerki við það hvenær myndbandið var stöðvað í sókninni þar olnboginn á Mané rataði í rangstöðu en um millimetraspursmál var að ræða. Liverpool have an injury-time winner ruled out because Sadio Mane is deemed offside #EVELIV pic.twitter.com/8EGRH56szJ— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) October 17, 2020 Eftir leik ræddi Henderson við blaðamenn og taldi reglurnar beygðar að hentisemi dómara. „Það verður að vera rangstaða með VAR, það er það sem allir vilja. Ég held að þeir beygi stundum línurnar, til að gera þetta að rangstöðu. Ég er ekki viss um hvernig þeir gera það en ég hef séð þá gera það áður.“ Talið er mögulegt að Van Dijk sé með slitið krossband í hné en Liverpool hefur ekkert gefið út um málið að svo stöddu. Það er ljóst að ef Van Dijk missir af því sem eftir lifir leiktíð þá er það meira högg fyrir Liverpool heldur en að tapa tveimur stigum í gær.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30 Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01 Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. 17. október 2020 22:30
Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 18. október 2020 08:01
Besti leikur okkar hér undir minni stjórn Þjálfari Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í dag. Leikið var á Goodison Park. 17. október 2020 15:26
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30