Dönsk bráðabirgðastjórnarskrá? Skúli Magnússon skrifar 18. október 2020 13:01 Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun