Komu til landsins í þremur flugvélum Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2020 13:55 Fólkið kom til landsins með þremur flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Ungverska flugfélagið WizzAir er eina félagið sem haldið hefur úti beinu flugi milli Póllands og Keflavíkurflugvallar síðustu daga. Vísir/vilhelm Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42