Komu til landsins í þremur flugvélum Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2020 13:55 Fólkið kom til landsins með þremur flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Ungverska flugfélagið WizzAir er eina félagið sem haldið hefur úti beinu flugi milli Póllands og Keflavíkurflugvallar síðustu daga. Vísir/vilhelm Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42