Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 16:27 Tveir strangtrúaðir gyðingar ganga um grímulausir í Williamsburg í Brooklyn. Smituðum í samfélagi þeirra hefur farið fjölgandi undanfarið. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira