Sky: Liverpool og Man. United í leyniviðræðum um evrópska ofurdeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 13:20 Liverpool fagnar sigri sínum í Meistaradeildinni vorið 2019. Getty/Ian MacNicol Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira