Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:24 Þríeykið á einum af fyrstu upplýsingafundunum áður en tveggja metra reglan tók gildi. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent