Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2020 10:39 Jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík er skammt frá upptökum stóra skjálftans í gær. Vísir/Vilhelm Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira