Öskureiður og taldi Steinda vera að stela barninu sínu á Tenerife Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2020 12:30 Steindi kynnist Auðunni Blöndal í rauninni árið 2010 á Tenerife. Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni. FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni.
FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira