Táningurinn Johan Cruyff skoraði tvívegis þegar Liverpool mætti Ajax síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 13:31 Johan Cruyff var frábær knattspyrnumaður og mikill áhrifavaldur í hollenskum fótbolta sem og hjá Barcelona. Getty/Mark Leech Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
Nítján ára gamall Johan Cruyff var á skotskónum í báðum leikjunum þegar Ajax sló Liverpool út úr Evrópukeppni meistaraliða í desember 1966. Í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn síðan þá eða í næstum því 54 ár. Leikurinn á Johan Cruyff Arena í Amsterdam í kvöld verður fyrsti leikur Ajax og Liverpool síðan í Evrópukeppni meistaraliða 1966-67. Ajax vann þá fyrri leikinn 5-1 á heimavelli sínum og tryggði sér síðan sæti í þriðju umferð með því að gera 2-2 jafntefli í seinni leiknum á Anfield í Liverpool. Leikurinn fór fram í mikilli þoku í Amsterdam. Á þessum árum var Johan Cruyff aðeins nítján ára gamall en hafði slegið í gegn á tímabilinu á undan. Johan Cruyff skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í fyrri leiknum og skoraði síðan bæði mörkin í jafntefli á Anfield. Cruyff skoraði alls 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Stórsigurinn í fyrri leiknum kom Ajax á kortið í Evrópu en liðið átti síðan eftir að vinna Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð frá 1971 til 1973. Þá var Johan Cruyff orðinn besti knattspyrnumaður heims og um sumarið var hann seldur til Barcelona. Hér fyrir neðan má sjá hollenska heimildarmynd um þennan sögulega sigur Ajax á Liverpool. watch on YouTube Frá þessum tapleik í Amsterdam fyrir tæpum 54 árum síðan þá hefur Liverpool ekki tapað í þrettán leikjum á móti hollenskum liðum þar af hefur liðið unnið átta þeirra. Ajax hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum þar af hafa fjórir þeirra tapast og tveir á móti enskum liðum (2-3 á móti Tottenham í maí 2019 og 0-1 á móti Chelsra í október 2019). Leikur Ajax og Liverpool í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en útsendingin hefst klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldins frá og með 18.30 á Stöð 2 Sport 2 en að auki verða sýndir beint leikur Real Madrid og Shakhtar Donetsk (S2 Sport 4 klukkan 16.45), leikur Bayern München og Atletico Madrid (S2 Sport klukkan 18.50) og leikur Manchester City og Porto (S2 Sport 5 klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira