Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 14:20 Hermann Björnsson hefur verið forstjóri Sjóvár frá árinu 2011. Sjóvá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira