Meira en bara lífstíll Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 22. október 2020 08:00 Fyrstu helgina í október kom ungt Framsóknarfólk saman í Reykjavík og hélt sitt árlega sambandsþing. Á þinginu var rætt um allt milli himins og jarðar en þó mest um stjórnmál. Eitt sem stóð þar upp úr var umræða um störf núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Greinilegt var að mikil óánægja var í hópnum vegna starfa hans og þegar fram kom tillaga að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ungu Framsóknarfólki finnst að málaflokkur landbúnaðar hafi verið afskiptur í of langan tíma og það sé farið að hafa mikil áhrif á framtíðarsýn í íslenskum landbúnaði. Það kom bersýnilega fram aðeins tveimur dögum seinna en þá lét ráðherrann þessi ummæli falla í ræðustól á Alþingi, þegar hann var spurður út í tækifæri og frelsi bænda: „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífsstíll en spurning um afkomu.“ Ummæli hans um að bændur teldu sauðfjárbúskap frekar vera lífsstíl heldur en spurning um afkomu vakti athygli fólks um allt land. Rík ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stöðu landbúnaðar á Íslandi þegar að ráðherra lætur slík orð falla í ræðustól Alþingis. Það er því kannski ekki nema von að maður velti því upp hvort að bændur, í samtölum sínum við ráðherrann, hafi ekki einmitt verið að nota þetta orðalag til að reyna að fá ráðherra til að átta sig á þeirri slæmu stöðu sem íslenskur landbúnaður er kominn í. Fólk sem starfar í landbúnaði á ekki að hafa það á tilfinningunni að þetta sé aukavinna. Sérstakt ráðuneyti landbúnaðar Stjórn SUF vill að aftur verði komið á fót sérstöku landbúnaðarráðuneyti. Síðastliðin ár hefur landbúnaður á Íslandi átt undir högg að sækja vegna aukins innflutnings, tollasvindla og áhuga-, eftirlits- og afskiptaleysis ráðherra. Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman. Íslenskur landbúnaður hefur frábær tækifæri til þess að vera í fyrsta flokki á nær öllum sviðum. Landbúnaður, sjávarútvegur, ferðamál, iðnaður og nýsköpun eru nú öll sett undir sama ráðuneytið og hefur sú sambúð gengið misvel. Öll málin skipta íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli en það standa sterk rök fyrir sérstöku ráðuneyti landbúnaðarmála. Í ráðuneytinu starfar enginn með sérfræðimenntun á sviði landbúnaðarmála og stofnanir sem áður heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið eru nú komnar í önnur ráðuneyti, eins og Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Eflaust gæti verið að fólk telji mikilvægi sérstaks landbúnaðarráðuneytis ekki vera það sama og fyrrum, þar sem mun færri starfa í þeim geira en áður vegna aukinnar tækniþróunar en mikilvægi landbúnaðar hefur ekki minnkað. Einangrun Íslands hefur þau áhrif að sjúkdómsstaða landsins er mjög góð, lyfjanotkun í landbúnaði er ein sú minnsta í heiminum og tækifæri til nýsköpunar mikil. En einangrunin hefur líka þau áhrif að það er ákveðin sóun fólgin í að flytja inn matvæli langar leiðir sem gætu auðveldlega, og eru jafnvel, framleidd við kjöraðstæður á Íslandi. Einnig virðist oft gleymast í umræðunni hvað það er sem landbúnaður raunverulega færir okkur. Án landbúnaðar væri daglegt líf okkar mjög dauft og heldur næringarsnautt. Við vöknum á morgnana og gerum hafragrautinn hálfsofandi, förum í vinnuna og grípum okkur salat í hádeginu, stökkvum í bakaríið í kaffinu og grillum kjöt og grænmeti á kvöldin með bjór í hendinni. Allar máltíðir okkar yfir daginn eru komnar frá þeim sem búa matvælin til. Fæðuöryggi á Íslandi hefur verið gott. Það getur þó fljótt orðið að viðkvæmri stöðu. Til dæmis hefur innflutningur aukist á vörum sem hægt er að fá á Íslandi sem hefur orðið til þess að sumir bændur hafa hætt störfum. Síðan eru matvörurnar illa merktar í verslunum og erfitt fyrir neytanda að taka upplýsta ákvörðun um vörurnar sem hann kaupir. Merkingar í veitingaþjónustu eru enn verri. Dæmi er um drykki sem eru auglýstir sem íslensk vara en í þeim tilvikum er pakkningin íslensk en innihaldið erlent. Innfluttu vörurnar eru oft ódýrari vegna meiri sýklalyfjanotkunar, ódýrara vinnuafls og í sumum tilvikum eru ekki gerðar sömu gæðakröfur. Hvað ef öll landamæri lokast? Áhrif heimfaraldurs COVID-19 sýna það glöggt að það getur tekið örstutta stund að loka löndum heimsins. Þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um að leyfa vöruflutninga milli landa þegar landamæri voru lokuð hefði einnig verið möguleiki á því að innflutningur til landsins hefði stöðvast algjörlega. Þá hefðu Íslendingar þurft að reiða sig alfarið á íslenskar vörur. Við þurfum að vera með tryggar undirstöður. Íslenskur landbúnaður er ein mikilvægasta stoð samfélagsins en svo virðist sem það hafi gleymst á nokkrum stöðum í stjórnsýslunni. Ungt fólk á að sjá tækifæri í því að starfa í landbúnaði og eiga möguleika á því að prófa sig áfram án þess að steypa sér í of miklar skuldir. Enn fremur á fólk skilið virðingu fyrir þá vinnu sem þau leggja í að tryggja að nóg sé til af heilnæmum mat í landinu fyrir sig og samlanda sína. Nú er ár í kosningar. Ég vona að sú ríkisstjórn, sem tekur við, sýni það í verki að þau hafi framtíðarsýn og áhuga á landbúnaði og gefi þeirri atvinnugrein möguleika á að blómstra Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrstu helgina í október kom ungt Framsóknarfólk saman í Reykjavík og hélt sitt árlega sambandsþing. Á þinginu var rætt um allt milli himins og jarðar en þó mest um stjórnmál. Eitt sem stóð þar upp úr var umræða um störf núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Greinilegt var að mikil óánægja var í hópnum vegna starfa hans og þegar fram kom tillaga að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ungu Framsóknarfólki finnst að málaflokkur landbúnaðar hafi verið afskiptur í of langan tíma og það sé farið að hafa mikil áhrif á framtíðarsýn í íslenskum landbúnaði. Það kom bersýnilega fram aðeins tveimur dögum seinna en þá lét ráðherrann þessi ummæli falla í ræðustól á Alþingi, þegar hann var spurður út í tækifæri og frelsi bænda: „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífsstíll en spurning um afkomu.“ Ummæli hans um að bændur teldu sauðfjárbúskap frekar vera lífsstíl heldur en spurning um afkomu vakti athygli fólks um allt land. Rík ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stöðu landbúnaðar á Íslandi þegar að ráðherra lætur slík orð falla í ræðustól Alþingis. Það er því kannski ekki nema von að maður velti því upp hvort að bændur, í samtölum sínum við ráðherrann, hafi ekki einmitt verið að nota þetta orðalag til að reyna að fá ráðherra til að átta sig á þeirri slæmu stöðu sem íslenskur landbúnaður er kominn í. Fólk sem starfar í landbúnaði á ekki að hafa það á tilfinningunni að þetta sé aukavinna. Sérstakt ráðuneyti landbúnaðar Stjórn SUF vill að aftur verði komið á fót sérstöku landbúnaðarráðuneyti. Síðastliðin ár hefur landbúnaður á Íslandi átt undir högg að sækja vegna aukins innflutnings, tollasvindla og áhuga-, eftirlits- og afskiptaleysis ráðherra. Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman. Íslenskur landbúnaður hefur frábær tækifæri til þess að vera í fyrsta flokki á nær öllum sviðum. Landbúnaður, sjávarútvegur, ferðamál, iðnaður og nýsköpun eru nú öll sett undir sama ráðuneytið og hefur sú sambúð gengið misvel. Öll málin skipta íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli en það standa sterk rök fyrir sérstöku ráðuneyti landbúnaðarmála. Í ráðuneytinu starfar enginn með sérfræðimenntun á sviði landbúnaðarmála og stofnanir sem áður heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið eru nú komnar í önnur ráðuneyti, eins og Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Eflaust gæti verið að fólk telji mikilvægi sérstaks landbúnaðarráðuneytis ekki vera það sama og fyrrum, þar sem mun færri starfa í þeim geira en áður vegna aukinnar tækniþróunar en mikilvægi landbúnaðar hefur ekki minnkað. Einangrun Íslands hefur þau áhrif að sjúkdómsstaða landsins er mjög góð, lyfjanotkun í landbúnaði er ein sú minnsta í heiminum og tækifæri til nýsköpunar mikil. En einangrunin hefur líka þau áhrif að það er ákveðin sóun fólgin í að flytja inn matvæli langar leiðir sem gætu auðveldlega, og eru jafnvel, framleidd við kjöraðstæður á Íslandi. Einnig virðist oft gleymast í umræðunni hvað það er sem landbúnaður raunverulega færir okkur. Án landbúnaðar væri daglegt líf okkar mjög dauft og heldur næringarsnautt. Við vöknum á morgnana og gerum hafragrautinn hálfsofandi, förum í vinnuna og grípum okkur salat í hádeginu, stökkvum í bakaríið í kaffinu og grillum kjöt og grænmeti á kvöldin með bjór í hendinni. Allar máltíðir okkar yfir daginn eru komnar frá þeim sem búa matvælin til. Fæðuöryggi á Íslandi hefur verið gott. Það getur þó fljótt orðið að viðkvæmri stöðu. Til dæmis hefur innflutningur aukist á vörum sem hægt er að fá á Íslandi sem hefur orðið til þess að sumir bændur hafa hætt störfum. Síðan eru matvörurnar illa merktar í verslunum og erfitt fyrir neytanda að taka upplýsta ákvörðun um vörurnar sem hann kaupir. Merkingar í veitingaþjónustu eru enn verri. Dæmi er um drykki sem eru auglýstir sem íslensk vara en í þeim tilvikum er pakkningin íslensk en innihaldið erlent. Innfluttu vörurnar eru oft ódýrari vegna meiri sýklalyfjanotkunar, ódýrara vinnuafls og í sumum tilvikum eru ekki gerðar sömu gæðakröfur. Hvað ef öll landamæri lokast? Áhrif heimfaraldurs COVID-19 sýna það glöggt að það getur tekið örstutta stund að loka löndum heimsins. Þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um að leyfa vöruflutninga milli landa þegar landamæri voru lokuð hefði einnig verið möguleiki á því að innflutningur til landsins hefði stöðvast algjörlega. Þá hefðu Íslendingar þurft að reiða sig alfarið á íslenskar vörur. Við þurfum að vera með tryggar undirstöður. Íslenskur landbúnaður er ein mikilvægasta stoð samfélagsins en svo virðist sem það hafi gleymst á nokkrum stöðum í stjórnsýslunni. Ungt fólk á að sjá tækifæri í því að starfa í landbúnaði og eiga möguleika á því að prófa sig áfram án þess að steypa sér í of miklar skuldir. Enn fremur á fólk skilið virðingu fyrir þá vinnu sem þau leggja í að tryggja að nóg sé til af heilnæmum mat í landinu fyrir sig og samlanda sína. Nú er ár í kosningar. Ég vona að sú ríkisstjórn, sem tekur við, sýni það í verki að þau hafi framtíðarsýn og áhuga á landbúnaði og gefi þeirri atvinnugrein möguleika á að blómstra Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun