Zidane axlar ábyrgð á sögulega slæmum fyrri hálfleik Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 07:31 Zinedine Zidane klórar sér í kollinum á leiknum gegn Shaktar í gær. Getty/David S. Bustamante Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2. Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina. Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð: „Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna. Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane. 3 - Real Madrid have conceded three first half goals in a Champions League match for the first time since September 2005 vs Lyon, while this is the first time it has happened at home in the competition since February 2000 vs Bayern Munich. Shocker. pic.twitter.com/B5gCvaaDGF— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2020 Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag. „Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“ Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2. Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina. Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð: „Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna. Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane. 3 - Real Madrid have conceded three first half goals in a Champions League match for the first time since September 2005 vs Lyon, while this is the first time it has happened at home in the competition since February 2000 vs Bayern Munich. Shocker. pic.twitter.com/B5gCvaaDGF— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2020 Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag. „Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50