Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 12:06 Undanfarið hafa þrír stórir hópar sem voru að koma frá Póllandi greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Vísir/Vilhelm Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. Þetta er þriðji stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum síðustu daga eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Í síðustu viku greindist átján manna hópur með veiruna og voru þau öll með virkt smit. Síðastliðinn sunnudag greindust síðan um tuttugu manns á landamærunum sem einnig voru að koma frá Póllandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að undanfarið hefðu óvenjulega margir farþegar greinst á landamærunum. Aðallega væru þetta einstaklingar sem væru að koma frá Póllandi og fólkið væri að greinast með veiruna annað hvort í fyrri eða seinni skimun. Sagði Þórólfur þetta vafalaust endurspegla mikla fjölgun smitaðra í Póllandi auk þess sem þetta gæti bent til þess að á næstunni myndi mögulega sjást hærra hlutfall smitaðra á landamærunum en verið hefur. Faraldurinn væri enda á uppleið í Evrópu. Þórólfur var spurður að því hvort eitthvað eigi að bregðast við þessari fjölgun smitaðra á landamærunum. Hann benti á núverandi aðgerðir sem fela í sér að farþegi má velja á milli fjórtán daga sóttkvíar eða að fara í skimun við komuna til landsins, svo fimm daga sóttkví og svo aðra skimun. Að sögn Þórólf er til skoðunar hvort eitthvað eigi að breyta þessu vinnulagi, til dæmis hvort skylda eigi farþega frá ákveðnum löndum til að fara í skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. Þetta er þriðji stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum síðustu daga eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Í síðustu viku greindist átján manna hópur með veiruna og voru þau öll með virkt smit. Síðastliðinn sunnudag greindust síðan um tuttugu manns á landamærunum sem einnig voru að koma frá Póllandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að undanfarið hefðu óvenjulega margir farþegar greinst á landamærunum. Aðallega væru þetta einstaklingar sem væru að koma frá Póllandi og fólkið væri að greinast með veiruna annað hvort í fyrri eða seinni skimun. Sagði Þórólfur þetta vafalaust endurspegla mikla fjölgun smitaðra í Póllandi auk þess sem þetta gæti bent til þess að á næstunni myndi mögulega sjást hærra hlutfall smitaðra á landamærunum en verið hefur. Faraldurinn væri enda á uppleið í Evrópu. Þórólfur var spurður að því hvort eitthvað eigi að bregðast við þessari fjölgun smitaðra á landamærunum. Hann benti á núverandi aðgerðir sem fela í sér að farþegi má velja á milli fjórtán daga sóttkvíar eða að fara í skimun við komuna til landsins, svo fimm daga sóttkví og svo aðra skimun. Að sögn Þórólf er til skoðunar hvort eitthvað eigi að breyta þessu vinnulagi, til dæmis hvort skylda eigi farþega frá ákveðnum löndum til að fara í skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29