Fjármálaráðherra vill skoða breytingar á fjármálum sveitarfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2020 14:24 Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög misjöfn en talið er að sameiginlega þurfi þau á 50 milljöðrum að halda til að bæta þeim tekjutap og aukin útgjöld vegna kórónuveirufaraldursins. Myndin er frá Ísafirði. Vísir/Vilhelm Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Slæm staða margra sveitarfélaga vegna kórónuveirufaraldursins kallar á dýpri umræðu en felst í bráðalausnum að mati fjármálaráðherra. Formaður Samfylkingarinnar hvetur til þess að ríkissjóður hlutist til um lán á betri kjörum til þeirra en þau geti sjálf aflað. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að sveitarfélögin hefðu orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og auknum kostnaði í faraldrinum. Þeim væri hins vegar þröngur stakkur sniðinn til að auka útgjöld. Formaður Samfylkingarinnar vill kanna möguleika á að ríkið hafi milligöngu um lánveitingar til sveitarfélaganna á betri kjörum en þau hafi aðgang að.Vísir/Vilhelm „Álag á nærþjónustu eykst gríðarlega í þessu erfiða árferði. Við erum að tala um leikskóla, skóla, öldrunarþjónustu, málefni fatlðra og fleira. Nú þarf að verja þetta af alefli,“ sagði Logi. Útsvarstekjur væru minnkandi og framlög úr jöfnunarsjóði færu lækkandi. Logi spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af því hvort ríkissjóður gæti ekki hlutast til um lán eða lánalínur á betri kjörum en sveitarfélögin ættu kost á. Fjármálaráðherra segir mikla áherslu hafa verið á sjálfstæði sveitarfélaga hér á landi og hlutur þeirra í útgjöldum hins opinbera séu umtalsvert lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði umræðuna mikilvæga en hér á landi hefði verið lögð mikil áhersla á sjálfstæði sveitarfélaga. Útgjöld sveitarstjórnarstigsins hér af útgjöldum hins opinbera væru mun lægra hér en á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingin væri að þegar vel áraði fleyttu sveitarfélögin rjóman en þegar illa áraði réðu þau varla við breytinguna. „Þannig að ég tel að sú staða sem er upp komin, meðal annars í samtali við sveitarfélögin, kalli ámiklu dýpri spurningar heldur en bara þáhvort ríkið ætli núna að reiða fram milljarða tugi til að leysa vanda til skamms tíma. Þetta kallar ámiklu dýpri spurningar en það. En að sjálfsögðu ætlar ríkið að standa við það sem við höfum sagt. Við höfum nýlega gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin um að standa með þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05
Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. 1. október 2020 22:01