Fordómar og COVID Eybjörg Hauksdóttir skrifar 23. október 2020 15:01 Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun