Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2020 14:23 Úr Skagafirði. Ljósmyndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús.
Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira