Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 16:15 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11
Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent