Kveikt verður á jólaljósum í Reykjavík um næstu helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. október 2020 19:52 Kveikt verður á jólaljósunum í Reykjavík þremur vikum fyrr en vanalega. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“ Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira