Enn sópar Hildur að sér verðlaunum fyrir Joker Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 09:52 Hildur Guðnadóttir vann til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Joker í febrúar á þessu ári. Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Í gær vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu. Í þakkarræðu sem birt eru á Facebook-síðu verðlaunanna segir Hildur það mikinn heiður að vera veitt verðlaunin og að hún vildi óska þess að hún gæti verið í Gent til þess að taka við verðlaununum. Sökum kórónuveirunnar væri það hins vegar ekki möguleiki. „Ég held að þetta ár hafi haft eitthvað annað í huga fyrir okkur og við verðum bara að gera það besta úr aðstæðunum.“ Hildur þakkaði þá Todd Phillips, leikstjóra Joker, og Joaquin Phoenix, aðalleikara myndarinnar, fyrir listrænt framlag sitt og vináttu. „Ég vil líka þakka fólkinu á bak við mínar senur. Fólkinu sem hélt öllu saman, hélt geðheilsu minni í lagi og fólkinu sem ég gæti ekki starfað án,“ sagði Hildur og þakkaði umboðsmanni sínum, fjölmiðlafulltrúum, aðstoðarmanni sínum, móður, stjúpföður, syni sínum og „síðast en ekki síst“ eiginmanni sínum. „Ég sendi öllum þarna úti ástarkveðjur og vona að þið séuð nærri ástvinum ykkar, hvort sem það er í persónu eða rafrænt og ég vona að þið séuð örugg. Takk aftur fyrir, takk.“ Tónlist Hollywood Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Í gær vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu. Í þakkarræðu sem birt eru á Facebook-síðu verðlaunanna segir Hildur það mikinn heiður að vera veitt verðlaunin og að hún vildi óska þess að hún gæti verið í Gent til þess að taka við verðlaununum. Sökum kórónuveirunnar væri það hins vegar ekki möguleiki. „Ég held að þetta ár hafi haft eitthvað annað í huga fyrir okkur og við verðum bara að gera það besta úr aðstæðunum.“ Hildur þakkaði þá Todd Phillips, leikstjóra Joker, og Joaquin Phoenix, aðalleikara myndarinnar, fyrir listrænt framlag sitt og vináttu. „Ég vil líka þakka fólkinu á bak við mínar senur. Fólkinu sem hélt öllu saman, hélt geðheilsu minni í lagi og fólkinu sem ég gæti ekki starfað án,“ sagði Hildur og þakkaði umboðsmanni sínum, fjölmiðlafulltrúum, aðstoðarmanni sínum, móður, stjúpföður, syni sínum og „síðast en ekki síst“ eiginmanni sínum. „Ég sendi öllum þarna úti ástarkveðjur og vona að þið séuð nærri ástvinum ykkar, hvort sem það er í persónu eða rafrænt og ég vona að þið séuð örugg. Takk aftur fyrir, takk.“
Tónlist Hollywood Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira