Tollalandið Ísland Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 26. október 2020 07:31 Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun