Tollalandið Ísland Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 26. október 2020 07:31 Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun