Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 11:30 Sigrún Ósk fer um víðan völl í þættinum og opnar sig um samband hennar við föður sinn. Vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á hennar ferli sem fjölmiðlakona hefur hún margoft rætt við Íslendinga sem hafa gengið í gegnum gríðarleg áföll en Sigrún hefur sjálf þurft að takast á við hluti í lífinu, rétt eins og flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að gera. „Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll og ég er þar engin undantekning,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður hefur þurft að sjá á eftir fólki sem manni þótti mjög vænt um og þurft að kveðja fólk. Ég man þegar ég var krakki þá missti maður vini í bílslysum. Það kenndi manni, eins ömurleg lexía og það er, að tíminn er takmarkaður og allt það.“ En þegar kemur að hlutum sem hafa mótað Sigrúnu sem manneskju þá svarar hún: „Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“ Klippa: Einkalífið - Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Sigrún segist hafa verið meðvirk sem barn og alltaf reynt að vera eins stillt og hún gat. „Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði. Einkalífið Fíkn Fjölmiðlar Tengdar fréttir MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á hennar ferli sem fjölmiðlakona hefur hún margoft rætt við Íslendinga sem hafa gengið í gegnum gríðarleg áföll en Sigrún hefur sjálf þurft að takast á við hluti í lífinu, rétt eins og flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að gera. „Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll og ég er þar engin undantekning,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður hefur þurft að sjá á eftir fólki sem manni þótti mjög vænt um og þurft að kveðja fólk. Ég man þegar ég var krakki þá missti maður vini í bílslysum. Það kenndi manni, eins ömurleg lexía og það er, að tíminn er takmarkaður og allt það.“ En þegar kemur að hlutum sem hafa mótað Sigrúnu sem manneskju þá svarar hún: „Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“ Klippa: Einkalífið - Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Sigrún segist hafa verið meðvirk sem barn og alltaf reynt að vera eins stillt og hún gat. „Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði.
Einkalífið Fíkn Fjölmiðlar Tengdar fréttir MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31