Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli | Bjarki Steinn og Emil duttu úr bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:35 Guðlaugur Victor kom sínum mönnum yfir í kvöld en það dugði því miður ekki til sigurs. Darmstadt Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld. Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira
Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld.
Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira