Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Telma tómasson skrifa 29. október 2020 06:50 Þyrla Gæslunnar heldur til leitar í birtingu. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59