Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 18:47 Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu. Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu.
Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira