Manchester City bikarmeistari eftir framlengdan leik | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:46 Manchester City er FA-bikarmeistari kvenna 2020 á Englandi. Catherine Ivill/Getty Images Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira