Fyrirsjáanleikinn 1.júní 2021 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 07:31 Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar