Liverpool gæti horft til „unga Van Dijk“ hjá Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 10:30 Perr Schuur í baráttu við Liverpool manninn Sadio Mane í Meistaradeildarleik Ajax og Liverpool á dögunum. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn