Liverpool gæti horft til „unga Van Dijk“ hjá Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 10:30 Perr Schuur í baráttu við Liverpool manninn Sadio Mane í Meistaradeildarleik Ajax og Liverpool á dögunum. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira