Rauði krossinn ætlar ekki að hætta rekstri spilakassa Nadine Guðrún Yaghi og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 19:11 Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Hrafnkell Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín. Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín.
Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira