Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:20 Birkir Hrannar, Gunnar, Kristrún og Kristín Svanborg þreyttu próf á fyrsta degi í breyttu skólahaldi. Gríman þvældist ekkert fyrir þeim. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira