Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2020 21:26 Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær. Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær.
Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira