Mikil pressa á Solskjær í Everton leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 15:01 Ole Gunnar Solskjær eftir tapleikinn á móti Istanbul Basaksehir í gær. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira