Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Alex Már Jóhannsson er þolandi stuðningsfulltrúans. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. vísir/sigurjón Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Sjá meira