Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Alex Már Jóhannsson er þolandi stuðningsfulltrúans. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. vísir/sigurjón Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira