Ábyrg leið til uppbyggingar er fjármögnuð og græn Ellen Calmon skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar