Kominn tími á það viðbjóðslega dýrahald, sem loðdýraræktin er! Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2020 19:00 Síðustu daga hefur mátt sjá í sjónvarpsfréttum viðbjóðslegan aðbúnað og hald minka m.a. hjá íslenzkum minkabændum. Búin munu vera 9, og læðurnar 15.000, en hver þeirra mun eiga 6 hvolpa að meðaltali á ári. Þetta er ekki búrekstur heldur kvalrækt Eiginlega er ekki hægt að nota orðið „bóndi“ eða „búrekstur“ um þessa andstyggilegu iðju, svo mikið og hörmulegt dýraníð er hér á ferð. Kval rækt eða kval hald myndi lýsa þessari óiðju betur. Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og oft er farið óblíðum höndum um þau við hald þeirra, rekstur, í sláturhúsum og ekki síður í flutningi þangað. Koma þau stundum þanga nær dauða en lífi; lemstruð og limlest. Verst allra „búgreina“, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað, full vel þekkt og tekið með í reikninginn frá byrjun. Engin miskunn, ef glittir í fjármuni. Minkurinn skapaði sig ekki sjálfur - er náttúrulegur hluti af lífríkinu Minkar eru lífverur, sem við eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður, þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun Skaparans, en minkar eru auðvitað náttúrlegur hluti af lífríkinu. Hræðilegt hald – kvalræði frá fæðingu til dauða Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti dýranna slagar upp lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúgast svo oft upp undir búrum, ef ekki ofan á búri á hæðinni fyrir neðan, og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þefnæmum dýrunum auðvitað til mikils ama. Hvolpar kæfðir til dauða með gasi Þegar hvolpar eru 6 mánaða, kemur að slátrun. Þá er þeim troðið inn í lokaðan kassa og útblástur benzíndráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir; dauðir úr gaseitrun! Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niðri í sér andanum, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Hvers konar menn eru það, sem stunda þessa kvalrækt? Fyrir mér er óskiljanlegt, að „góðir og gegnir bændur“ skuli hafa lagt þessa hræðilegu „búgrein“ fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja um þau! Ekki stendur á ráðherrum og ríkisstjórn að styðja ósómann - með almannafé Hér á Íslandi hefur lífinu verið haldið í þessari búgrein, ár eftir ár, með fjármunum úr sjóðum almennings. Ef ég man rétt, lagði ríkið þessum bændum, sem þá munu hafa verið 13, minnst 100 milljónir króna til í fyrra, en krafa þeirra var litlar 300 milljónir. Nú eru þeir 9 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fá 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur og haldið áfram sinni miskunnarlausu kval rækt; fyrir tilstilli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda eru, skv. frétt Morgunblaðsins 26. júní sl., landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, þó að þess gæti engan veginn hjá honum í dýravernd, en ríkisstjórnin mun hafa fjallað um málið 24. júní og lagt, að því er virðist, blessun sína yfir það. Hreinlyndi og hreinskiptni VG ekki upp á marga fiska Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast margir hverjir hafa litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þessarar jarðar -, og kemur því tilfinningalaus og og köld framganga Kristjáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundur Inga, sem hafa þótzt málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólítízka hreinlyndi og hreinskiptni. Nánast allar aðrar þjóðir að banna loðdýrarækt Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna, eða eru að banna, loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Makedóníu, Sviss, Tékkland, Þýzkaland frá 2022, Belgía frá 2023, Holland frá 2024 og Noregur og Slóvakía frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Alla vega verður það að teljast fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, að þau séu, ár eftir ár, að styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Kannske stóraukin COVID-hætta í uppsiglingu Nú gerist það svo, að það kemur upp í Danmörku, að þessi viðkvæmu dýr geta smitast af COVID, og, að síðan geti veiran stökkbreytzt í dýrunum og farið - í öðru og kannske enn óviðráðanlegra formi - í menn. Er talið, að veiran í upphafi kunni að hafa orðið til með þessum hætti; í þröngu og illu dýrahaldi í Kína. Þarna virðist vera mikil hætta á ferð, og ákvað danska ríkisstjórnin af þessu tilefni að láta aflífa alla minka, sem eru í haldi í Danmörku, að því er virðist 15 milljónir dýra. Er það væntanlega endapunkturinn á þann viðbjóð, sem þessi starfsemi er, þar. Loka þarf nú þessum ljótasta kafla í okkar búrekstrarsögu Það væri því vel við hæfi, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur beitti sér nú fyrir því, og það í hvelli, að loðadýrabændur verði styrktir til að aflífa öll dýrin - að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega „búskap“ - sem kann nú líka að vera hætta fyrir heilsu og heilbrigði landsmanna, og ljúka þannig þessum sennilega versta og ljóstasta kafla í íslenzkri búrekstrarsögu. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur mátt sjá í sjónvarpsfréttum viðbjóðslegan aðbúnað og hald minka m.a. hjá íslenzkum minkabændum. Búin munu vera 9, og læðurnar 15.000, en hver þeirra mun eiga 6 hvolpa að meðaltali á ári. Þetta er ekki búrekstur heldur kvalrækt Eiginlega er ekki hægt að nota orðið „bóndi“ eða „búrekstur“ um þessa andstyggilegu iðju, svo mikið og hörmulegt dýraníð er hér á ferð. Kval rækt eða kval hald myndi lýsa þessari óiðju betur. Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og oft er farið óblíðum höndum um þau við hald þeirra, rekstur, í sláturhúsum og ekki síður í flutningi þangað. Koma þau stundum þanga nær dauða en lífi; lemstruð og limlest. Verst allra „búgreina“, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað, full vel þekkt og tekið með í reikninginn frá byrjun. Engin miskunn, ef glittir í fjármuni. Minkurinn skapaði sig ekki sjálfur - er náttúrulegur hluti af lífríkinu Minkar eru lífverur, sem við eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður, þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun Skaparans, en minkar eru auðvitað náttúrlegur hluti af lífríkinu. Hræðilegt hald – kvalræði frá fæðingu til dauða Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti dýranna slagar upp lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúgast svo oft upp undir búrum, ef ekki ofan á búri á hæðinni fyrir neðan, og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þefnæmum dýrunum auðvitað til mikils ama. Hvolpar kæfðir til dauða með gasi Þegar hvolpar eru 6 mánaða, kemur að slátrun. Þá er þeim troðið inn í lokaðan kassa og útblástur benzíndráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir; dauðir úr gaseitrun! Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niðri í sér andanum, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Hvers konar menn eru það, sem stunda þessa kvalrækt? Fyrir mér er óskiljanlegt, að „góðir og gegnir bændur“ skuli hafa lagt þessa hræðilegu „búgrein“ fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja um þau! Ekki stendur á ráðherrum og ríkisstjórn að styðja ósómann - með almannafé Hér á Íslandi hefur lífinu verið haldið í þessari búgrein, ár eftir ár, með fjármunum úr sjóðum almennings. Ef ég man rétt, lagði ríkið þessum bændum, sem þá munu hafa verið 13, minnst 100 milljónir króna til í fyrra, en krafa þeirra var litlar 300 milljónir. Nú eru þeir 9 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fá 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur og haldið áfram sinni miskunnarlausu kval rækt; fyrir tilstilli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda eru, skv. frétt Morgunblaðsins 26. júní sl., landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, þó að þess gæti engan veginn hjá honum í dýravernd, en ríkisstjórnin mun hafa fjallað um málið 24. júní og lagt, að því er virðist, blessun sína yfir það. Hreinlyndi og hreinskiptni VG ekki upp á marga fiska Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast margir hverjir hafa litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þessarar jarðar -, og kemur því tilfinningalaus og og köld framganga Kristjáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundur Inga, sem hafa þótzt málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólítízka hreinlyndi og hreinskiptni. Nánast allar aðrar þjóðir að banna loðdýrarækt Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna, eða eru að banna, loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Makedóníu, Sviss, Tékkland, Þýzkaland frá 2022, Belgía frá 2023, Holland frá 2024 og Noregur og Slóvakía frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Alla vega verður það að teljast fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, að þau séu, ár eftir ár, að styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Kannske stóraukin COVID-hætta í uppsiglingu Nú gerist það svo, að það kemur upp í Danmörku, að þessi viðkvæmu dýr geta smitast af COVID, og, að síðan geti veiran stökkbreytzt í dýrunum og farið - í öðru og kannske enn óviðráðanlegra formi - í menn. Er talið, að veiran í upphafi kunni að hafa orðið til með þessum hætti; í þröngu og illu dýrahaldi í Kína. Þarna virðist vera mikil hætta á ferð, og ákvað danska ríkisstjórnin af þessu tilefni að láta aflífa alla minka, sem eru í haldi í Danmörku, að því er virðist 15 milljónir dýra. Er það væntanlega endapunkturinn á þann viðbjóð, sem þessi starfsemi er, þar. Loka þarf nú þessum ljótasta kafla í okkar búrekstrarsögu Það væri því vel við hæfi, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur beitti sér nú fyrir því, og það í hvelli, að loðadýrabændur verði styrktir til að aflífa öll dýrin - að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega „búskap“ - sem kann nú líka að vera hætta fyrir heilsu og heilbrigði landsmanna, og ljúka þannig þessum sennilega versta og ljóstasta kafla í íslenzkri búrekstrarsögu. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun