Þegar skólastofan var færð heim í stofu Lára Halla Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar